Ísland verður í C riðli á HM í Katar í janúar ásamt Frakklandi, Svíþjóð, Algeríu, Tékklandi og Egyptalandi.

Ef miðað er við leikjaplan sem IHF hefur áður gefið út mun Ísland hefja leik þann 16. janúar nk. gegn Svíþjóð.

Leikir Íslands verða:

16. janúar, Ísland – Svíþjóð

18. janúar, Ísland – Alsír

20. janúar, Ísland – Frakkland

22. janúar, Ísland – Tékkland

24. janúar, Ísland – Egyptaland

Fjögur efstu liðin fara svo í milliriðil og mæta þar liðum úr D riðli en þar leika Danmörk, Þýskaland, Pólland, Rússland, Argentína og Sádí Arabía.