Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði öðrum æfingaleik sínum gegn Svisslendingum ytra í dag með fjögurra marka mun, 21-25. Ísland hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en svissneska liðið náði forystu um miðjan síðari hálfleik og hélt henni allt til loka.

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði Íslands í dag með 8 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ramune Pekarskyte skoruðu 4 mörk hvor og Arna Sif Pálsdóttir skoraði 2 mörk. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu sitt markið hver.

Þriðji og síðasti leikur Íslendinga og Svisslendinga í þessari lotu fer fram í Zofingen á morgun og hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Æfingaferðin til Sviss er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir leikina gegn Svartfjallalandi í undankeppni HM, en þeir leikir fara fram í júní.

Íslensku stúlkurnar halda úti myndasíðu á 
https://instagram.com/stelpurnarokkar/