U-19 ára landslið karla lék í dag síðustu 2 leiki sína á Sparcassen Cup í Þýskalandi

Fyrri leikur dagsins var gegn Póllandi í krossspili um sæti 5 til 8.

Strákarnir byrjuðu þennan leik mjög illa og lentu 9 mörkum undir í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik hafði munurinn minnkað í 2 mörk þökk sé mikilli baráttu íslensku drengjanna. En það nægði þó ekki og landaði Pólland þægilegum sigri á síðustu 10 mínútunum 26-32. Staðan í hálfleik var 12-18 Póllandi í vil.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Kristján Örn Kristjánsson 8, Þórarinn Leví Traustason 4, Sigurður Egill Karlsson 3, Lúvík Arnkelsson 3, Ýmír Gíslason 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Sigurbjörn Markússon 2, Gestur Ingvarsson 1 og Ragnar Þór Kjartansson 1.

Í markinu vörðu Arnar Þór Fylkisson 8 bolta og Daníel Guðmundsson 4.

Í seinni leik dagsins mætti Ísland úrvalsliði Saar héraðs í leik um 7. sætið á mótinu.

Strákarnir náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og gekk varnarleikurinn illa og var sóknarleikurinn stirður og leiddi Saar hérað í hálfleik 16-12. Í síðari hálfleik var alllt annað að sjá til liðsins. Öll varnarvinna var til fyrirmyndar og fékk liðið aðeins á sig 4 mörk í hálfleiknum. Sennilega bestur háflleikur liðsins og mótinu og lönduðu strákarnir öruggum sigri 25-20.

Margir drengjanna hafa fengið sín fyrstu tækifæri með landsliðinu á þessu móti og var frammistaðan uppá við allan tímann. Vonandi verður þetta til að auka breiddina í þessum aldurshópi í framtíðinni.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Hjalti Már Hjaltason, 8, Þórarinn Leví Traustason 5, Lúðvík Arnkelsson 4, Gestur Ingvarsson 3, Kristján Örn Kristjánsson 3, Sigurbjörn Markússon 1 og Guðjón Ágústsson 1.

Í markinu vörðu þeir Arnar Þór Fylkisson 10 bolta og Daníel Guðmundsson 4.