Íslenska u16 liðið leikur þrjá leiki við grænlenska u18 liðið um helgina. Leikirnir fara fram í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi og verða þeir í beinni útsendingu á Fjölnir TV.

Leikjaplanið er eftirfarandi:

föstudagur kl.20.00,

laugardagur kl.17.00,

sunnudagur kl.13.00.

Mikill áhugi er fyrir handbolta á Grænlandi og eflaust muna einhverjir eftir þegar liðin mættust á HM 2003. Sá leikur endaði 30-17 fyrir Ísland.

Við eigum von á spennandi leikjum um helgina og hvetjum fólk til að mæta í Grafarvoginn og sjá framtíðarlandsliðsmenn Íslands.