HSÍ | Unbroken verður einn af bakhjörlum HSÍ

HSÍ og Unbroken skrifuðu undir samstarfssamning sín á milli fyrir leik Íslands og Serbíu sl. sunnudag. Unbroken er hágæða næring til endurheimtar líkamans og eflingar ónæmiskerfisins með hraðri upptöku næringarefna. Unbroken er notað af afreksíþróttafólki um allan heim enda vottuð af Informed Sport.

Með samstarfi HSÍ og Unbroken tryggir sambandið öllu landsliðsfólki sínu aðgang að Unbroken í verkefnum sínum. Hröð endurheimt eftir erfið verkefni er mikilvægt öllu íþróttafólki, HSÍ fagnar því að hafa náð samningum við Unbroken og vonanst eftir góðu og farsælu samstarfi á næstu árum.