HSÍ | Samstarf við Málmaendurvinnsluna

HSÍ undirritaði nýverið samstarfssamning við Málmaendurvinnsluna og kemur Málmaendurvinnslan inn sem nýr og öflugur bakhjarl HSÍ.

Það er mikið fagnaðarefni að jafn öflugt fyrirtæki eins og Málmaendurvinnslan komi til samstarfs við handboltahreyfinguna á Íslandi og vonast HSÍ til þess að eiga gott samstarf við Málmaendurvinnsluna í framtíðinn

„Við í handboltahreyfingunni gleðjumst yfir því að Málmaendurvinnslan hafi valið að vinna með okkur og verði með vörumerki sitt á keppnissetti allra landsliða HSÍ. Öflugt starf HSÍ byggir á góðum tengslum við atvinnulífið, og það að fyrirtæki eins og Málmaendurvinnslan sem er öflugur bakhjarl íþrótta á Íslandi komi til liðs við okkur hjá HSÍ staðfestir það,” segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ.

Á myndinni má sjá Jón Viðar Stefánsson, formann Markaðsnefndar HSÍ og starfsmenn Málmendurvinnslunnar.