Ný vefsíða www.hsi.is var sett í loftið í morgun. Undirbúningur fyrir gerð nýrrar vefsíðu hófst fyrir í byrjun þessa árs og hefur framkvæmd verksins verið á höndum Kasmir. Eldri vefsíða HSÍ var komin verulega til ára sinna og fullnægði ekki tæknikröfum nútímans um gott aðgengi í mismunandi gerðum tækja. Helstu markmiðin með nýju vefsíðunni voru að hún yrði einföld og þægileg í notkun og að hún væri aðgengileg í öllum gerðum tækja, allt frá farsímum til borðtölva. Netverslun HSÍ færist einnig inn á aðalvef HSÍ á nýja vefnum.

Á næstu vikum mun HSÍ ásamt Kasmír halda áfram í þróun vefsins og munum við kynna frekari nýjungar á næstunni.
Allar ábendingar um hvað betur megi fara á nýju vefsíðunni eru vel þegnar og hvetjum við fólk til að senda tölvupóst á kjartanv@hsi.is ef það er með einhverjar ábendingar eða spurningar.