Fulltrúar HSÍ fara oft til fjarlægra landa þar sem kostnaður við farsímanotkun getur verið mjög hár. Eitt þessara landa er Katar þar sem símtal úr GSM til Íslands kostar rúmlega 500 kr / min. Til að lækka kostnað er HSÍ er nú byrjað að nota þjónustu Amivox sem er íslenskt sprotafyrirtæki. Með Amivox mun HSÍ geta hringt heim frá Katar fyrir 50 kr / min sem er lækkun um meira en 90 %.

Róbert Geir Gíslason hjá HSÍ segir “það er mikill munur fyrir okkur að geta verið í sambandi heim á verði sem er innan skynsamlegra marka. Gott símasamband er nauðsynlegt en getur jafnfram verið mjög dýrt. Við erum því sérstaklega ánægðir með lausnina frá Amivox sem hjálpar okkur bæði að spara þegar við hringjum og þegar hringt er í okkur erlendis. Lausnin mun gera HSÍ kleift að lækka símakostnað umtalsvert á þeim ferðalögum sem liðin fara í á hverju ári”.

Amivox er íslenskt sprotafyrirtæki og er í dag með yfir 50.000 skráða viðskiptavini um allan heim. Þjónusta Amivox stendur öllum til boða og hentar bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Frekari upplýsingar er hægt að finna á www.amivox.com eða með því að senda póst á yourvoice@amivox.com