Í morgun hófst æfingalota í Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins. Til æfingana eru kallaðir efnilegustu stelpur og strákar úr 2005 árgangnum.

Æfa þau þrisvar sinnum samtals yfir tveggja daga tímabil undir handleiðslu Einars Guðmundssonar og aðstoðarmanna hans. Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins er mikilvægur undirbúningur fyrir krakkana, þau kynnast hvort öðru og þeim æfingum sem yngri landslið Íslands æfa eftir. Þarna má segja að fyrstu skrefin í landsliðsmönnum framtíðarinnar sé undirbúið.