Í síðustu viku undirrituðu Flugfélagið Ernir og HSÍ samstarfssamning sín á milli og kemur Flugfélagið Ernir inn í ört stækkandi hóp bakhjarla HSÍ. Með samningum stendur aðildarfélögum HSÍ til boða afsláttarkjör vegna ferðalaga aðildarfélaga til valdra áfangastaða Flugfélagsins Ernis. 

Flugfélagið Ernir er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1970 og fagnar því 50 árunum á á næsta ári. Í dag flýgur flugfélagið áætlunarflug til sex áfanga staða á Íslandi ásamt því að bjóða upp á leiguflug fyrir einstaklinga og hópa innanlands og milli landa.

Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er HSÍ ómetanlegur nú sem áður. Báðir aðilar lýsa yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf  í framtíðinni.

HSÍ býður Flugfélagið Erni velkominn í hóp bakhjarla HSÍ.