Dómaranefnd HSÍ heldur námskeið fyrir tímaverði og ritara líkt og undanfarin ár. 

Almennt námskeið fyrir tímaverði og ritara verður haldið þriðjudaginn 5.september milli kl. 17:30-19:00. Mikilvægt er að allir sem hyggist starfa sem tímaverðir og ritarar á leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, og sóttu ekki námskeið á síðasta ári, mæti á þetta námskeið. Námskeiðið verður haldið í fundaraðstöðu ÍSÍ í Laugardal.

Að þessu námskeiði loknu mun mótanefnd senda félögunum lista yfir þá sem hafa réttindi til að starfa sem ritarar og tímaverðir á leikjum í meistaraflokki.

Skráning fer fram á andri@hsi.is