HSÍ hefur gengið frá ráðningu yfirþjálfara á Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins og Handboltaskóla HSÍ og Alvogen. Þar taka við störfum þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir, nöfn sem ættu að vera öllum handknattleiksunnendum kunn.

Halldór á frábæran feril að baki bæði sem leikmaður og þjálfari og er í dag aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna. Rakel Dögg Bragadóttir á yfir 100 landsleiki að baki með A landsliði kvenna og hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni. Rakel þjálfaði U-17 ára landslið kvenna í handbolta sem spilaði til úrslita á EM kvenna B-deild síðastliðið sumar. 

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins æfir fjórum sinnum á ári tvo daga í senn og nú í ár er boðuð efnilegustu stelpur og strákar fædd 2006. Í hverja æfingalotu æfa um 100 krakkar boðaðir og æfa þau undir dyggri stjórn þjálfara HSÍ. 

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen æfir eina helgi á ári og nú ár verða það stúlkur og drengir fædd 2007 sem boðuð verða til æfinga. 

Markmið Hæfileikamótunar HSÍ og Bláa Lónsins og Handboltaskóla Alvogen er að gefa krökkunum sömu upplifun og aðstöðu og yngri landslið HSÍ æfa við. Þarna er fyrsta skrefið stigið að landsliðsverkefnum framtíðarinnar. HSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Halldórs og Rakelar sem yfirþjálfara þessara tveggja mikilvægu verkefna HSÍ. 

View this post on Instagram

Ráðning yfirþjálfara á Hæfileikamótun Bláa Lónsins og Handboltaskóla HSÍ HSÍ hefur gengið frá ráðningu yfirþjálfara á Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins og Handboltaskóla HSÍ og Alvogen. Þar taka við störfum þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir, nöfn sem ættu að vera öllum handknattleiksunnendum kunn. Halldór á frábæran feril að baki bæði sem leikmaður og þjálfari og er í dag aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna. Rakel Dögg Bragadóttir á yfir 100 landsleiki að baki með A landsliði kvenna og hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni. Rakel þjálfaði U-17 ára landslið kvenna í handbolta sem spilaði til úrslita á EM kvenna B-deild síðastliðið sumar. Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins æfir fjórum sinnum á ári tvo daga í senn og nú í ár er boðuð efnilegustu stelpur og strákar fædd 2006. Í hverja æfingalotu æfa um 100 krakkar boðaðir og æfa þau undir dyggri stjórn þjálfara HSÍ. Handboltaskóli HSÍ og Alvogen æfir eina helgi á ári og nú ár verða það stúlkur og drengir fædd 2007 sem boðuð verða til æfinga. Markmið Hæfileikamótunar HSÍ og Bláa Lónsins og Handboltaskóla Alvogen er að gefa krökkunum sömu upplifun og aðstöðu og yngri landslið HSÍ æfa við. Þarna er fyrsta skrefið stigið að landsliðsverkefnum framtíðarinnar. HSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Halldórs og Rakelar sem yfirþjálfara þessara tveggja mikilvægu verkefna HSÍ. #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on