Á næstu vikum mun Bjarki Sigurðsson láta af störfum sem markaðsstjóri HSÍ og hverfa til nýrra verka.

 

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ hafði þetta að segja:


„Við viljum þakka Bjarka fyrir vel unnin störf og koma á framfæri óskum um velfarnað í nýju starfi. Starfsemi HSÍ heldur áfram að vaxa og handboltinn er svo sannarlega í sókn.”

Opnað hefur verið fyrir umsóknir en umsóknafrestur rennur út 24. september. Vinsamlegast sendið umsóknir á framkvæmdastjóra HSÍ, robert@hsi.is.
Hér má sjá starfssvið og hæfniskröfur fyrir markaðsstjóra HSÍ.