Handknattleikssamband Íslands og Íslenskar getraunir hafa endurnýjað samning sín á milli og munu Íslenskar getraunir áfram styðja við landslið HSÍ.

Íslenskar getraunir hafa stutt við bakið á landsliðunum um árabil og er það afar mikilvægt fyrir íslenskan handknattleik að sá stuðningur verði áfram til staðar.

HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Íslenskar getraunir í framtíðinni.