HSÍ hefur ráðið Írisi Björk Símonardóttur sem markmannþjálfara U-16 ára landsliðs kvenna og kemur hún inn í teymi Ágústs Jóhannssonar og Árna Stefáns Guðjónssonar þjálfara liðsins.

Íris Björk hefur um árabil verið einn besti markvörður landsins og varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Titilinn Handboltakona ársins fékk hún 2015 og 2019 ásamt því að vera kosin leikmaður ársins 2019 í Olís deildinni.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Írisi Björk inn í þjálfarateymi U-16 landsliðsins, hún er frábær fyrirmynd og hefur gríðarlega reynslu að baki sem leikmaður og kemur til með styrkja þá framtíðarsýn sem við höfum með U-16 ára landsliðið segir Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs kvenna.

HSÍ býður Írisi Björk velkomna til starfa. 

View this post on Instagram

HSÍ hefur ráðið Írisi Björk Símonardóttur sem markmannþjálfara U-16 ára landsliðs kvenna og kemur hún inn í teymi Ágústs Jóhannssonar þjálfara og Árna Stefáns Guðjónssonar aðstoðarþjálfara. Íris Björk hefur um árabil verið einn besti markvörður landsins og varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Titilinn Handboltakona ársins fékk hún 2015 og 2019 ásamt því að vera kosin leikmaður ársins 2019 í Olís deildinni. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Írisi Björk inn í þjálfarateymi U-16 landsliðsins, hún er frábær fyrirmynd og hefur gríðarlega reynslu að baki sem leikmaður og kemur til með styrkja þá framtíðarsýn sem við höfum með U-16 ára landsliðið segir Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs kvenna. HSÍ býður Írisi Björk velkomna til starfa. #handbolti #stelpurnarokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on