HSÍ og Vörður hafa gert með sér samstarfssamning og var hann undirritaður fyrir leik Íslands og Japans í Laugardalshöll í gær.

Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu, eins og segir á heimasíðu Varðar. 

Báðir aðilar lýsa yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf  í framtíðinni.

Á myndinni má sjá Guðmund B. Ólafsson formann HSÍ og Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóra Varðar undirrita samninginn. Einnig voru viðstaddir þeir Ágúst Birgisson og Ísak Rafnsson úr afrekshópi HSÍ en liðið mætir Japan í Laugardalshöll í kvöld kl. 19.30.

 

MIÐASÖLU Á LEIKINN Í KVÖLD MÁ FINNA HÉR.