Í byrjun árs undirrituðu Opin Kerfi og HSÍ með sér framlengingu á samstarfssamning þeirra, Opin Kerfi hefur verið bakhjarl HSÍ frá árslokum 2018.



Opin Kerfi sérhæfir sig í markvissu samstarfi við viðskiptavini um rekstur upplýsingatæknimála. Fyrirtækið hefur starfað á upplýsingatæknimarkaði í rúm 30 ár og hefur á að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna. Opin Kerfi hefur verið með vörumerki sitt á baki keppnistreyja landsliða HSÍ og verður þar áfram.

“Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er sambandinu ómetanlegur nú sem áður. Báðir aðilar lýsa yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf í framtíðinni. Við erum Opnum Kerfum þakklát að framlengja samstarf sitt við okkur og leggja þannig sitt á vogaskálarnir að efla handbolta á Íslandi” segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.

„Við hjá Opnum Kerfum erum sem fyrr mjög ánægð og stolt að geta stutt við bakið á íslensku handboltalandsliðunum. Sá stuðningur hefur virkað geysilega jákvætt bæði út á við og ekki síst meðal okkar starfsmanna. Framtíðin í handboltanum er björt og við vitum að sú uppbygging sem HSÍ stendur fyrir byggir á miklum metnaði og vilja til að ná góðum árangri, það hefur sýnt sig. Við hlökkum til samstarfsins,“ segir Ólafur Borgþórsson, markaðsstjóri Opinna Kerfa



View this post on Instagram

HSÍ og Opin Kerfi – Endurnýjun á samstarfi Í byrjun árs undirrituðu Opin Kerfi og HSÍ með sér framlengingu á samstarfssamning þeirra, Opin Kerfi hefur verið bakhjarl HSÍ frá árslokum 2018. Opin Kerfi sérhæfir sig í markvissu samstarfi við viðskiptavini um rekstur upplýsingatæknimála. Fyrirtækið hefur starfað á upplýsingatæknimarkaði í rúm 30 ár og hefur á að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna. Opin Kerfi hefur verið með vörumerki sitt á baki keppnistreyja landsliða HSÍ og verður þar áfram. “Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er sambandinu ómetanlegur nú sem áður. Báðir aðilar lýsa yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf í framtíðinni. Við erum Opnum Kerfum þakklát að framlengja samstarf sitt við okkur og leggja þannig sitt á vogaskálarnir að efla handbolta á Íslandi” segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við hjá Opnum Kerfum erum sem fyrr mjög ánægð og stolt að geta stutt við bakið á íslensku handboltalandsliðunum. Sá stuðningur hefur virkað geysilega jákvætt bæði út á við og ekki síst meðal okkar starfsmanna. Framtíðin í handboltanum er björt og við vitum að sú uppbygging sem HSÍ stendur fyrir byggir á miklum metnaði og vilja til að ná góðum árangri, það hefur sýnt sig. Við hlökkum til samstarfsins,“ segir Ólafur Borgþórsson, markaðsstjóri Opinna Kerfa. #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on