Handknattleikssamband Íslands og Fönn ehf.  hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli og mun Fönn áfram styðja við HSÍ.

Fönn hefur undanfarin ár séð um allan þvott fyrir A landsliðs karla og kvenna ásamt því að þjónusta öll yngri landslið HSÍ. Með þessari endurnýjun á samningi sín á milli tryggir HSÍ sér áfram framúrskarandi þjónustu Fönn við öll landslið sín.

Stór verkefni eru framundan hjá HSÍ á þessu ári:


A landslið kvenna spilar í maí og júní umspilsleiki um laust sæti á  HM sem haldið verður í Japan í desember, auk þess tekur liðið þátt í móti í Póllandi í mars.


A landslið karla spilar hér heima í apríl við Makedóníu og við Tyrkland í júní ásamt leikjum erlendis í undankeppni EM 2020.


U21 landslið karla hefur tryggt sér þátttöku rétt á HM á Spáni í júlí. 


U19 karla heldur til Makedóníu í ágúst til þátttöku á HM.


U17 karla tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Gautaborg og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú.


U19 kvenna tekur þátt í B-deild EM í Búlgaríu.


U17 kvenna taka þátt í B-deild EM á Ítalíu.

HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Fönn í framtíðinni.