HSÍ hefur auglýst stöðu mótastjóra til umsóknar, starfið felur í umsjón með mótahaldi HSÍ, aðstoð við fræðslumál og önnur tilfallandi störf.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með mótahaldi HSÍ

Samskipti við hreyfinguna

Félagaskipti og leikheimildir

Samskipti við nefndir

Almenn skrifstofustörf sem og annað sem til fellur

Menntunar- og hæfniskröfur



Menntun sem nýtist í starfi



Þekking og reynsla úr starfi innan Handknattleikshreyfingarinnar er kostur

Góðir skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði sem og góða hæfni í að vinna með öðrum í teymi

Góð tölvukunnátta

Góð íslensku- og enskukunnátta

Handknattleikssamband Íslands er eitt stærsta sérsamband innan ÍSÍ og eru starfsmenn á skrifstofu þess nú sex.

Umsóknir og ferilskrá óskast send á framkvæmdastjóra HSÍ Róbert Geir Gíslason, robert@hsi.is fyrir 23. mars nk.

Framkvæmdastjóri HSÍ veitir einnig frekari upplýsingar sé þess óskað.