Guðmundur Guðmundsson þjálfari A landsliðs karla hefur samið við þýska úrvalsdeildar liðið MT Melsungen til loka yfirstandandi keppnistímabils.

Guðmundur hefur verið í samráði við HSÍ allt frá viðræður hófust og mun þetta ekki hafa nein áhrif á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari.

Áður hefur Guðmundur þjálfað bæði hjá Dormagen og Rhein-Neckar Löwen í efstu deild í Þýskalandi, en hann hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari félagsliða og landsliða. 

HSÍ óskar Guðmundi góðs gengis hjá Melsungen.

 

 

View this post on Instagram

Guðmundur Þórður Guðmundsson Guðmundur Þórður er 59 ára gamall og er einn reyndasti handknattleiksþjálfari heims um þessar mundir. Framundan er hans 24. stórmót í handknattleik, annað hvort sem leikmaður eða þjálfari. Guðmundur Þórður tók þátt í sínu fyrsta stórmóti sem leikmaður íslenska landsliðsins í B-heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1981. Liðlega 30 ár eru liðin síðan Guðmundur Þórður þjálfaði fyrst meistaraflokkslið í karlaflokki er hann tók við þjálfun Víkings 1989 og lék jafnframt með liðinu. Frá Víkingi fór Guðmundur 1992 í Mosfellsbæ og stýrði Aftureldingu í þrjú ár og kom liðinu m.a. upp í úrvalsdeild strax á fyrsta ári 1992 og inn í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn árið eftir. Eftir að Guðmundur hætti hjá Aftureldingu tók hann við þjálfun Fram. Að loknum fjórum árum hjá Fram réði Guðmundur sig til þýska liðsins Bayer Dormagen. Hann kom heim 2001 eftir tveggja ára veru í Þýskalandi og tók við þjálfun íslenska landsliðsins. Með landsliðið var hann í þrjú ár en sagði starfi sínu lausu eftir Ólympíuleikana í Aþenu sumarið 2004. Eftir árs hlé frá þjálfun tók Guðmundur við þjálfun Fram 2005 og var hjá Safamýrarliðinu í tvö ár. Frá vormánuðum 2006 og fram yfir HM í janúar 2007 var Guðmundur aðstoðarþjálfari hjá Alfreð Gíslasyni sem þá var landsliðsþjálfari. Eftir stutta hvíld frá þjálfun tók Guðmundur öðru sinni við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í mars 2008 og stýrði liðinu í rúm fjögur ár, fram yfir Ólympíuleikana í London sumarið 2012. Á þessum árum var Guðmundur einnig þjálfari GOG í Danmörku 2009 til 2010 allt þar til hann tók starfi íþróttastjóra danska liðsins AG Köbenhavn snemma árs 2010 eftir gjaldþrot þáverandi rekstrarfélags GOG. Eftir skamman tíma í starfi hjá AG var Guðmundur ráðinn þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. Á þeim tíma voru sterk tengst á milli AG og RN-Löwen. Sumarið 2014 hætti Guðmundur hjá RN-Löwen eftir að hafa verið um vorið ráðinn landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik karla. Því starfi sinnti hann fram í febrúar 2017 er samningur hans rann út. Í kjölfarið var Guðmundur ráðinn landsliðsþjálfari Barein. Nánar er hægt að lesa um feril Guðmundar á hsi.is #handbolti #strakarnirokkar

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on