Handknattleikssamband Íslands og RJC hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli og mun RJC áfram styðja við landslið HSÍ. RJC hafa verið styrktaraðili HSÍ síðustu ár og er vörumerki þeirra Leppin á stuttbuxum leikmanna Íslands. RJC mun einnig sjá HSÍ fyrir Leppin vörum fyrir landliðsfólk Íslands sem keppa og æfa á vegum HSÍ. 

HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við RJC í framtíðinni.