Þýski íþróttavöruframleiðandinn Kempa og Handknattleikssamband Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli.

Öll landslið Íslands munu því leika í búningum frá KEMPA næstu tvö árin.

HSÍ hefur leikið í Kempa búningum síðan 2004 og á þessum 13 árum hafa margir góðir sigrar unnist. Það skiptir HSÍ máli að landsliðin séu í fatnaði sem er sérhannaður fyrir handbolta þar sem gæði og ending fara saman, þannig líður okkar landsliðsfólki best.

HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við KEMPA framtíðinni.