Handknattleikssamband Íslands og Actavis hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli og mun Actavis áfram styðja við landslið HSÍ.

 

Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er sambandinu ómetanlegur nú sem áður. HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Actavis framtíðinni.

 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Davíð B. Gíslason, varaformann HSÍ og Sigfús Örn Guðmundsson, markaðsstjóra Actavis við undirritun samningsins.