Nokkrar breytingar hafa orðið á skrifstofu HSÍ í sumar.

Einar Örn Þorvarðarson sem starfað hefur hjá HSÍ frá árinu 1997 lengst af sem framkvæmdastjóri og nú síðast sem afreksstjóri hefur látið af störfum að eigin ósk. Einari eru þökkuð mikil og góð störf í þágu sambandsins á undaförnum áratugum.

Þá hefur Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir einnig látið af störfum á skrifstofu HSÍ en Þorbjörg hefur verið starfsmaður síðan 2002 og eru henni einnig þökkuð mikil og góð störf. 

Starfsmenn HSÍ eru nú fjórir þau Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri, Andri Sigfússon, Anna I. Jónsdóttir og Magnús Kári Jónsson.