Handknattleikssamband Íslands og Íslenskar Getraunir hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Íslenskar Getraunir hefur verið einn af bakhjörlum HSÍ til fjölda ára ásamt því að vera sterkur bakhjarl aðildarfélaga HSÍ.  HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Íslenskar Getraunir í framtíðinni.