HSÍ barst í dag staðfesting á því að EHF hefði samþykkt undanþágu vegna Ásvalla sem keppnishús fyrir landsleiki Íslands á meðan Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða.

A landslið kvenna hefur spilað sína síðustu þrjá heimaleiki á Ásvöllum og mun A landslið karla færa sína leiki þangað og má búast við því að hið minnsta heimaleikir strákana okkar í janúar og mars verði spilaðir í Hafnarfirði.

HSÍ vill þakka Haukum fyrir að bregðast vel við beiðni okkar um að leikir landsliðsins færist á Ásvelli.