Það er líf og fjör handboltanum um helgina, bæði yngri flokka mót og leikir í meistaraflokkum karla og kvenna.




Á Selfossi fer fram mót í 7. flokki karla og kvenna og á Ísafirði leikur 5. flokkur karla yngri. 





Í kvöld klukkan 19:00 fer fram oddaleikur í undanúrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla að ári. Þar mætast Þróttur og HK, bæði lið hafa unnið einn leik og mætir sigurvegarinn liði Víkings í einvígi um laust sæti í Olís-deildinni.





Á sunnudaginn mætast Valur og Fram í þriðja leik í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. Valsstúlkur hafa unnið tvo leiki og með sigri á sunnudaginn getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram í Origo höllinni að Hlíðarenda og hefst kl. 16.00.





Á sunnudagskvöldið klukkan 19:00 eigast við HK og Fylkir í úrslitum umspils um laust sæti í Olís-deild kvenna. Bæði lið hafa unnið einn leik í þessari úrslitarimmu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Olísdeild kvenna næsta vetur.





Við hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta á völlinn og styðja sitt lið um helgina.