Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 29 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikina gegn Portúgal sem fram fara 1.-3. Júní nk.

Leiknir verða 3 leikir og verða þeir sem hér segir.

Ísland – Portúgal

Sunnudagur 1.júní – Ísafjörður – kl.16.00

Mánudagur 2.júní – N1 Höllin (Varmá) – kl.19.00

Þriðjudagur 3.júní – Austurberg – kl.19.30

Hluti hópsins eru leikmenn sem komu saman með úrtakshópi sem hefur verið við æfingar sl. viku en lokahópur, fyrir leikina gegn Bosníu í undankeppni HM, verður valinn eftir leikina við Portúgal.

Kári Kristján Kristjánsson gefur ekki kost á sér að þessu sinni vegna perónulegra ástæðna.


Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Daníel Freyr Andrésson, FH

Sveinbjörn Pétursson, Aue

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, Kiel

Atli Ævar Ingólfsson, Nordsjælland

Árni Steinn Steinþórsson, Haukar

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Bjarki Már Elísson, Eisenach

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Gunnar Steinn Jónsson, Nantes

Heimir Óli Heimisson, Guif

Magnús Óli Magnússon, FH

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstadt

Róbert Aron Hostert, ÍBV

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Sigurbergur Sveinsson, Haukar

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt

Tandri Már Konráðsson, TM Tonder

Vignir Svavarsson, TWD Minden

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce