Heiðursmerki HSÍ | Hanna Guðrún heiðruð fyrir sinn feril

Á verðlaunahófi Olís- og Grill66 deildana í gær ákvað stjórn HSÍ að heiðra Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttir handknattleikskonu.

Hanna hóf feril sinn í meistaraflokki með Haukum í Hafnarfirði árið 1995 og hefur leikið með Haukum og Stjörnunni í efstu deild síðan þá að undanskildu einu ári þar sem hún lék í atvinnumennsku í Danmörku. Auk þess er Hanna næst leikjahæsti leikmaður A landsliðs kvenna en hún lék 142 landsleiki og skoraði í þeim 458 á mörk.

Guðríður Guðjónsdóttir, formaður landsliðsnefndar kvenna veitti Hönnu Guðrúnu gullmerki HSÍ og blómvönd sem þakklætisvott fyrir langan og frábæran feril á handboltavellinum.