Æsispennandi undanúrslitum úrslitakeppni Olís deildar karla lauk í dag þegar oddaleikir einvíganna fóru fram.

Í Schenkerhöllinni sigruðu Haukar lið FH 28-27 í æsispennani leik og einvígið því samtals 3-2. Í Vestmannaeyjum sigraði svo ÍBV lið Vals 28-23 og einvígið samtals 3-2.

Það verða því Haukar og ÍBV sem mætast í úrslitum en úrslitaeinvígi liðanna hefst mánudaginn 5.maí kl.19.45.