Haukar urðu í kvöld Coca-Cola bikarmeistarar í 2.flokki karla eftir sigur á Val í framlengdum háspennuleik af bestu gerð, 26-25. Staðan í hálfleik var 12-9 Haukum í vil og í lok venjulegs leiktíma stóð allt á jöfnu, 21-21.

Mörk Hauka: Janus Daði Smárason 7, Hallur Kristinn Þorsteinsson 7, Þórarinn Leví Traustason 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Davíð Stefán Reynisson 2, Andri Björn Ómarsson 1.

Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 19.

Mörk Vals: Alexander Örn Júlíusson 9, Ómar Ingi Magnússon 7, Ýmir Örn Gíslason 5, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Daníel Ingason 1, Helgi Karl Guðjónsson 1.

Varin skot: Ingvar Ingvarsson 12, Guðmundur Eyjólfur Kristjánsson 2.

Maður leiksins: Janus Daði Smárason, Haukum.