HK óskar eftir að ráða yfirþjálfara til starfa hjá félaginu næsta handknattleikstímabil sem hefst í ágúst 2015. Starfið felst í yfirumsjón með þjálfun 8.-3. flokks karla og kvenna og þátttöku í áætlanagerð og stefnumótun vegna þeirra. Um er að ræða 50 % starf.

Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, hefur áhuga á að vinna að markvissu og öflugu íþróttastarfi og býr yfir þekkingu og/eða reynslu af handbolta og handboltaþjálfun barna og unglinga. Íþróttafræðimenntun er mikill kostur.

HK leggur mikinn metnað í öflugt starf yngri flokka félagsins. Starf yfirþjálfara er mikilvægur hlekkur í þeirri starfsemi.

Umsóknir sendist á burhandbolti@gmail.com

Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Öllum umsóknum á tölvutæku formi verður svarað.

Umsóknarfrestur er til 10. apríl. 2015

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um starfið skal senda allar fyrirspurnir vegna þess á burhandbolti@gmail.com