Nú er hægt að reyna sig á handboltaspurningum í smáforriti Útsvars (app). Flestar spurningarnar tengjast strákunum okkar og stórmótum í handbolta

Það er um að gera að reyna sig, bæði gegn vinum og liðsfélögum en einnig gegn þeim bestu á landinu. Þarna er að finna bráðskemmtilegar spurningar sem eru líka frábær fróðleikur nú þegar HM í handbolta er að hefjast.

Við hvetjum alla til að prófa, hægt er að finna smáforritið bæði á AppStore (iphone) og Google-play (android).

 

Skjáskot úr smáforriti Útsvars.