Handboltaskóli HSÍ | Um 110 krakkar æfðu saman síðustu helgi

Handboltaskóli HSÍ  fór fram í 27. skiptið um nýliðna helgi í Kaplakrika í Hafnarfirði. Um 110 stúlkur og drengir fædd 2009 tóku þátt í þetta skiptið en tilnefningar voru, eins og undanfarin ár, í höndum aðildarfélaga HSÍ.

Krakkarnir æfðu fjórum sinnum saman yfir helgina en í lok skólans var haldin fyrirlestur auk þess sem HSÍ bauð þátttakendum upp á hádegisverð. Skólastjóri handboltaskólans var Jón Gunnlaugur Viggósson. Markmannsþjálfarateymi HSÍ sá um séræfingar fyrir markmenn en auk þeirra komu þrautreyndir þjálfarar að verkefninu.