Handboltaskóli HSÍ fyrir 2011 árgang fer fram um næstkomandi helgi 31.maí – 2.júní í Mosfellsbæ.

Fjölmargir gestaþjálfarar og leikmenn munu mæta á svæðið og miðla reynslu sinni til handboltastjarna framtíðarinnar.

Tilnefningar í handboltaskólann er í höndum félagana og hefur þjálfurum og yfirþjálfurum verið send tilkynning um slíkt. 

Allar æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.

Föstudagur 31.maí

Drengir 18:00-19:30

Stúlkur 19:30-21:00

Laugardagur 1.júní

Drengir 08:30-10:00

Stúlkur 10:00-11:30

Drengir 13:30-15:00

Stúlkur 15:00-16:30

Sunnudagur 2.júní

Stúlkur 10:00-11:30

Drengir 11:30-13:00