Handboltaskóli HSÍ hefur verið starfræktur í 21 ár með góðum árangri.

 

Í ár verður hann helgina 30.maí til 1. júní og gert er ráð fyrir yfir 160 krökkum sem munu æfa undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍ.

Handboltaskólinn verður á höfuðborgarsvæðinu og fyrirkomulagið verður þannig að það verður æfing seinnipartinn 30.maí, tvær æfingar 31.maí og ein æfing 1.júní. Landsliðsmenn og konur munu koma í heimsókn.

Piltar fæddir 2000; Hvert félag sendir 4 leikmenn fædda á því ári og þessum hóp er síðan skipt í hópa eftir því hvaða stöður leikmennirnir spila.

 

Stúlkur fæddar 2000; Hvert félag sendir 4 leikmenn fædda á því ári og þessum hóp er síðan skipt í hópa eftir því hvaða stöður leikmennirnir spila.

Mjög áríðandi er að félög tilnefni ekki fleiri en 4 pilta og 4 stúlkur. Á þessu hefur verið  misbrestur og skapaði það mikla óánægju.

 

Við viljum því biðja félögin um að senda inn lista með nöfnum þeirra sem hafa verið valdir í því félagi á    arnistef@hsi.is       fyrir mánudaginn 19.maí.

 

Það sem þarf að koma fram er fullt nafn, kennitala, félag, staða, stærð á bol og e-mail.

 

Tímasetningar og staðsetning verður send út til allra mánudaginn 19.maí.