Hæfileikamótun HSÍ | 110 krakkar æfðu saman

Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Kaplakrika. 110 krakkar frá 16 félögum voru boðuð á æfingarnar en þetta var í annað sinn á tímabilinu sem krakkar fædd 2009 voru boðuð.

Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir krakkana enda var æft stíft auk næringarfyrirlesturs og funda. HSÍ bauð svo upp á mat á milli æfinga.

Þessir hæfileikaríku krakkar æfðu frá föstudegi til sunnudags í frábæru umhverfi með bestu leikmönnum landsins í þessum árgangi. Þetta er gríðarlega efnilegur hópur og framtíðin svo sannarlega björt hjá okkur.