Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp 16 leikmanna fyrir leikinn gegn Serbum í undankeppni EM2016 í Niis í Serbía næstkomandi sunnudag. Guðmundur Árni Ólafsson hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem á við meiðsli að stríða.

Hópurinn er eftirfarandi:

  • Björgvin Páll Gústavsson Die Bergische Handball Club
  • Vignir Svavarsson HC Midtjylland ApS
  • Kári Kristján Kristjánsson Valur
  • Aron Pálmarsson THW Kiel
  • Ásgeir Örn Hallgrímsson Nimes
  • Arnór Atlason St.Rafael
  • Guðmundur Árni Ólafsson Mors-Thy
  • Snorri Steinn Guðjónsson Selestat Alsace HB
  • Aron Rafn Eðvarðsson Guif
  • Ólafur Andrés Guðmundsson TSV Hannover-Burgdorf
  • Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische Handball Club
  • Sverre Jakobsson Akureyri
  • Róbert Gunnarsson Paris Handball
  • Rúnar Kárason TSV Hannover-Burgdorf
  • Stefán Rafn Sigurmannsson Rhein-Neckar Löwen
  • Bjarki Már Gunnarsson Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, hefur glímt við hálsmeiðsli undanfarnar vikur og fékk m.a. leikjafrí hjá félagsliði sínu, Barcelona, fyrir skemmstu af þeim sökum. Nú er hins vegar orðið ljóst að Guðjón Valur þarf á hvíld að halda og fer hann því ekki með landsliðinu til Serbíu. Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Mors-Thy, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn í stað Guðjóns Vals.

Alexander Petersson hefur sömuleiðis glímt við meiðsli og útséð er orðið með það að hann verði orðinn leikfær fyrir sunnudaginn.