Grótta varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks karla eldri þegar liðið bar sigurorð af HK 29-27 í spennandi framlengdum leik.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 en HK leiddi 13-10 í hálfleik.

Maður leiksins var valinn Gísli Gunnarsson leikmaður Gróttu en hann skoraði 9 mörk í leiknum.