KA mun leika á meðal þeirra bestu eftir þriðja sigur liðsins á HK í jafn mörgum leikjum í umspili um laust sæti í Olísdeild karla. Norðanmenn voru mikið betri nær allan leikinn og sigurinn öruggur, 37-25. Það verða því tvö lið að norðan í Olísdeild karla á næsta ári því áður hafði Akureyri einnig tryggt sér sæti með sigri í Grill 66 deildinni.

Við óskum KA til hamingju.

  

Ljósmynd: Vísir/KA