Grill 66 deild karla | Hörður á leiðinni í Olís deildina

Hörður á Ísafirði tryggði sér í kvöld sæti í Olís deild karla á næsta tímabili með því að leggja Þór af velli í lokaumferð Grill 66 deildar karla. Hörður vann Þór 25 – 19 og eru því deildarmeistara Grill 66 deildar karla.

Hörður hefur aldrei leikið í efstu deild í handbolta áður og óskar HSÍ Herði og Ísfirðingum til hamingju með árangurinn í vetur.