Ísland sigraði Noreg í kvöld 28-27 í fyrsta leik liðsins í Gulldeildinni en ásamt Íslandi leika Noregur, Frakkland og Danmörk á mótinu.

Staðan í hálfleik var 15-15.

Norðmenn höfðu yfirhöndina lengstum í leiknum en frábær lokakafli íslenska liðsins skilaði sigri.

Björgvin Páll átti stórleik í markinu, sér í lagi á lokakaflanum, og varði hann 24 skot.

Markahæstir hjá Íslandi voru Aron Pálmarsson með 8 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson með 6.

Í hinum leik kvöldsins sigruðu Danir lið Frakka 23-22.

Á morgun er frídagur hjá strákunum en næsti leikur liðsins er gegn Frökkum á laugardaginn og hefst hann kl.14.45.