Markvörður A landsliðs karla, Björgvin Páll Gústavsson heldur fyrirlestur um nýjar áherslur í þjálfun markmanna í fundarsal ÍSÍ,  fimmtudaginn 23. júní kl.17.00.

Þar mun Björgvin fara yfir þær nýjungar sem komið hafa inn á síðustu árum og hvernig staða og hlutverk markmannsins er að breytast.

Fyrirlesturinn er í léttari kantinum og mikið lagt uppúr umræðum á eftir. Efnið er miðað að þjálfurum og markvörðum en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.