Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalið mál lá fyrir fundinum og var afgreitt.

• Davíð Georgsson leikmaður ÍR fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu mínútu leiks ÍBV og ÍR í M.fl.ka. 28.09.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Önnnur mál lágu ekki fyrir

Gunnar K. Gunnarsson, formaður.