Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:

1. Róbert Sigurðarson leikmaður Hamranna fékk útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Víkinga og Hamranna í M.fl.ka. 21.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Bjarki Kristinsson leikmaður FH fékk útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrara framkomu eftir leik ÍBV og FH í 3.fl.ka. 22.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3. Árni Stefánsson starfsmaður FH fékk útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrara framkomu eftir leik ÍBV og FH í 3.fl.ka. 22.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann að teknu tilliti til ítrekunaráhrifa.

Önnnur mál lágu ekki fyrir

Gunnar K. Gunnarsson, formaður.