Fundur Aganefndar HSÍ, 11. nóv. 2014.

Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:

1. Pétur Snær Auðunsson leikmaður Víkings fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamanslegrar framkomu í leik Víkings og Stjörnunnar í 3.fl.ka. 06.11.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Úlfur Þór Egilsson leikmaður Víkings fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamanslegrar framkomu í leik Víkings og Stjörnunnar í 3.fl.ka. 06.11.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3. Elías Már Halldórsson leikmaður Akureyrar fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu leiks Akureyrar og Aftureldingar í M.fl.ka. 06.11.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

4. Pétur Snær Auðunsson leikmaður Víkings fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fjölnis og Víkings í 3.fl.ka. 09.11.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna ítrekunaráhrifa sbr. lið 1 hér að ofan. Hann er því samtals úrskurðaður í þriggja leikja bann.

5. Gísli G. Gunnarsson leikmaður Vals fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Fylkis og Vals í 4.fl.ka. 09.11.2014. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

6. Árni Stefánsson starfsmaður A hjá FH fékk útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurum í leik FH og Vals í 3.fl.ka. 04.11.2014. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Önnnur mál lágu ekki fyrir

Gunnar K. Gunnarsson, formaður