Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:

1. Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Vals fékk útilokun með skýrslu vegna grófs brots á síðustu mínútu fyrri framlengingar í leik Vals og FH í M.fl.ka. 27.02.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

2. Drengur Kristjánsson leikmaður Fjölnis fékk útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik Fjölnis og KA í 3.fl.ka. 01.03.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

3. Stefán Hólm leikmaður HK fékk útilokun með skýrslu vegna grófs brots í leik HK2 og KA2 í 3.fl.ka. 01.03.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

4. Skýrsla barst um útilokun með skýrslu frá leik Gróttu og KR í Mfl.ka. 20.02.2015. Þar sem skýrslan barst löngu eftir að frestur til að skila skýrslu rann út er málinu vísað frá.

Önnnur mál lágu ekki fyrir

Gunnar K. Gunnarsson, formaður.