Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er statt í æfinga-og keppnisferð í Póllandi. Hópurinn hittist síðastliðinn þriðjudag á Zieolona Gora hótelinu og eru aðstæður allar þær bestu að sögn Þorbjargar Gunnarsdóttur liðsstjóra liðsins. Hópurinn hefur æft stíft undir leiðsögn nýrra landsliðsþjálfara, þeirra Axels Stefánssonar og Jónatans Magnússonar. Liðið æfði einu sinni á þriðjudag, tvisvar í gær, tvisvar í dag og munu taka létta æfingu í fyrramálið áður en fyrsti æfingaleikur ferðarinnar fer fram, en þær mæta Svíum klukkan 14.00 á morgun að íslenskum tíma (16.00 að staðartíma).

Stemningin í hópnum er mjög góð og hlakkar leikmenn liðsins til að etja kappi við Svía en þær tóku einmitt þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. í framhaldinu munu þær svo spila gegn Pólverjum og Slóvökum.

Það kemur í ljós í kvöld hvort leikurinn verður sýndur á netinu og munum við birta fréttir þess efnis þegar nær dregur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá leikmenn og þjálfara liðsins.