HSÍ barst í dag niðurstaða Úrskurðarnefndar (Arbitration Commission) sem er fyrsta dómstig innan Alþjóða handknattleikssambandsins, í máli sem HSÍ höfðaði gegn Alþjóða Handknattleikssambandinu. Dómurinn er dagsettur 6. nóvmeber sl.

Málið dæmdu fulltrúar frá Makedóníu, Króatíu og Serbíu.

Í málinu reyndi á hvort heimilt væri að breyta reglum sambandsins og nota þær nýju reglur við ákvörðun um hver tæki laust sæti Ástralíu í næstu Heimsmeistarakeppni sem fram fer í Katar í janúar 2015.

Í niðurstöðu dómsins segir að tekið sé undir sjónarmið IHF sagt að þau séu “rökrétt og byggð á efnisreglum” eins og segir í niðurstöðunni. Breyting á reglum hafi verið tekin með lögmætum hætti og því standi niðurstaða IHF.

HSÍ lýsir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna einkum þar sem hún er með öllu órökstudd. Af hálfu HSI var því haldið fram að þó svo að reglum væri breytt þá væri ekki hægt að að láta þær reglur gilda í keppni sem væri þegar hafin. Þessu megin ágreiningsefni er ekki svarað í dóminum og engin lögfræðileg rök færð fyrir niðurstöðunni.

Nu liggur fyrir að IHF á eftir að taka afstöðu til þess hvaða þjóðir muni fylla þau lausu sæti sem eru til ráðstöfunar í HM Katar.

HSÍ mun ekki taka aftöðu til þess hvort málinu verði áfrýjað til næsta dósmstigs fyrr en sú ákvörðun liggur fyrir.

Nánari svör gefur Guðmudnur B. Ólafsson formaður HSÍ.