Handknattleikssamband Íslands og RÚV hafa gert með sér þriggja ára samning sem felur í sér að RÚV fær sýningarrétt á landsleikjum karla og kvenna sem og bikarkeppni HSÍ.

Samningurinn tryggir að allir heimaleikir A landsliða karla og kvenna verða sýndir á RÚV eða RÚV 2 sem og úrslitahelgi bikarkeppni HSÍ en þar verða átta leikir sýndir í beinni útsendingu.

“Ég er mjög ánægður með samninginn sem tryggir að leikir landsliðsins og leikir í bikarkeppni HSÍ nái til allra landsmanna sem styrkir útbreiðslu handboltans” sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ eftir undirskriftina.